loksins

Jæja loksins tími til að skrifa eitthvað hér, búið að vera brjálað að gera og verður næstu vikurnar.En var að hugsa aðeins um þennan nýja flokk, íslandsflokkinn.Er ekki svona framboð frekar vonlítið? Allavegana held ég að svona framboð sem byggja á fólki sem hefur verið hafnað af öðrum flokkum, vera frekar vonlítil, sjáum t.d. „frjálslynda“  búnir að vera að safna að sér fólki sem áður hefur verið hafnað annarsstaðar, t.d Jón og Kristinn og um leið dalar fylgið, ég held að þessi nýji flokkur fari sömu leið. Og líklega verða þeir báðir undir 5% markinu.

 


Löngu kominn tími til.

Kanski það verði loksins að veruleika, að fólk á íslandi geti farið í eina verslun og keypt bæði mat og vín.

ÉG get ekki ímyndað mér að drykkja aukist við þetta, ekki hefur maður orðið var við í löndum þar sem fólk getur keypt vín af öllum styrkleikum, að fólk sé á almennu fylliríi. Hér í noregi er það að vísu bara bjór og þessháttar sem er selt í matvöruverslunum og ekki sér maður nokkur vandamál við það, starfsfólk verslana virðist fylgjast vel með að reglum sé fylgt, enda engin ástæða til að vantreysta frekar fólki sem starfar í matvöruverslunum, en í einokunarverslunum.

En vitanlega verður VG á móti, enda allt los á höftum og þróun í átt til frjálsræðis eitur í þeirra beinum.


mbl.is Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

umhverfisvernd..

Það er nokkuð greinilegt þessa dagana, að fólk sem hefur áhuga á að setjast á alþingi, telur umhverfisverndar umræðu bestu og auðveldustu leiðina þangað inn.

En því miður er það nú að fara þannig með marga af þessum sem hafa hæst og tala mest um umhverfisvernd, að það minnir mann á það sem sagt var " að það væru rónarnir sem kæmu óorði á brennivínið" því að öfgafull og hávær umhverfisvernd kemur aldrei til að ná nokkrum hljómgrunni og heldur skaða skaða málstað umhverisverndar sem unnin er af heilindum og af fólki sem reynir að samræma nýtingu lands og gæða annarsvegar og umhverfisins hinsvegar.

Umhverfisvernd verður aldrei málstaður sem verður unnin með háværum og öfgafullum málflutningi, sá málfluntingur er að vísu í flestum tilfellum frekar ætlaður til að vekja athygli á þeim sem flytur hann heldur en málefninu.

Umhverfisverndin verður að vinnast með fólkinu í landinu og ekki stilla þessu upp eins og alltof oft er gert, þannig að umræðan verður strax svört og hvít, án nokkura grárra svæða. Fólk lendir strax í því að eiga að taka afstöðu í málinu sem kanski lítur út þannig að þetta sé umhverfið versus tækifæri og framþróun. Auðvitað er þetta eins og öll önnur mál, ekki neitt sem er bara vera með eða á móti, umhverfisvernd verður frekar enn mörg önnur málefni að vera unninn í sátt við fólkið, sátt við atvinnulífið og sátt við umhverfið.

En því miður virðist mér umræðan í dag, einkennast af öfgum, þar sem ekkert má gera, engu má breyta og þannig framsetning á annars viðkvæmu og nauðsynlegu máli, verður til þess að það verður ennÞá minni möguleiki á það náist sátt um þessi mál og að lokum verður það umhverfið sem tapar.


Kosningarréttur

Ég hef aðeins verið að velta fyrir mér einu atriði með kosningarréttinn, nú bý ég ekki á íslandi, og hef ekki í hyggju að flytjast þangað á næsta kjörtímabili.  En sem íslenskur ríkisborgari, held ég mínum kosningarrétti og get kosið til alþingis. Þá kemur að því sem ég hef verið að spá í, ég veit ég má kjósa, en ég veit líka að ég kem ekki til að búa við það sem ég kýs, er það rétt af mér að kjósa?????


raunveruleiki eða hvað.

Sá þessa grein í dagblaði hér í noregi og datt í hug hvort þetta hefði verið skoðað eitthvað á íslandi, en hér kemur greinin  

"

Pappa mest hjemme


Fedrene ofrer jobben oftere enn mødrene når barna er syke.

– Selv om vi antar at kvinner er mest hjemme med syke barn, så stemmer ikke den antakelsen ifølge våre tall, sier Ylva Lohne i Statistisk sentralbyrå (SSB) til Nettavisen.
Det siste året har litt over 60 prosent av foreldre med barn under 15 år tatt seg fri noen timer eller dager på grunn av sykdom eller akutte situasjoner i familien. Men det er altså noe flere menn enn kvinner som har denne type fravær, viser en tilleggsundersøkelse til SSBs arbeidskraftundersøkelse i 2. kvartal 2005.
– Jeg trodde jeg skulle finne noe som ville bygge opp under forventningene om at det faktisk er kvinnen som er hjemme, men det stemte rett og slett ikke, sier Lohne. (©NTB)"

tók þessa grein fra www.sb.no


netlögga!!!

Fróðlegt færi að fá upp hvernig VG hafa hugsað sér að framkvæma þessa sorteringu eða takmörkun á netumferð til landsins. Það kanski er hugmynd þeirra um nýsköpun í atvinnulífinnu að stofna stórt apparat þar sem menn og væntanlega konur, jú því náttúrlega verða karl og kvennmenn að vera 50% hvort kynið, sitja sveitt og skoða alla netumferð til og frá landinu, hvernig sem það yrði framkvæmt.

Eða vilja þeir setja á síur sem sía út síður sem innihalda óæskileg orð, t.d sex og þessháttar, þá fer að vísu stór hluti af sænskum síðum út, þar svíar eins og íslendingar nota sex sem töluorð. Allar fréttasíður sem fjalla um bannað efni eins og klám og þessháttar hverfa vitanlega, alfræðisíður sem skrifa um sex og önnur bannfærð orð, allar einkasíður þar sem fólk í "slysni" setur inn bannfært orð............. verður mikið eftir til að skoða?

Kanski á bara að loka á alla servera sem hýsa klámsíður og annað efni sem vg er í mót, en hvers eiga þeir saklausu að gjalda, þeir sem eru með síður sem eru fullkomlega saklausar, en eru vistaðar á sama server og klámsíða.

Kanski þeir vilji bara fara "alla leið" og banna netnotkun alfarið, og síðan geti menn kanski sótt um undanþágu frá banninu, geti maður sannað að maður sé saklaus. Því vitanlega inniheldur svona tillaga frá Steingrími J að allir séu örugglega sekir og því verði að takmarka aðgang allra að netinu.

 


ritskoðun

Nú virðist vera ritskoðun í gangi á visir.is ég hef nokkrum sinnum skrifað athugasemdir við fréttir þar og nánast öll skipti þegar ég hef gagnrýnt eitthvað sem viðkemur Ingibjörgu Sólrúnu, þá  hafa færslunar horfið eftir skamma stund.

einkennilegt


ísland í dag!!!!!!!!!

að er merkilegt að fylgjast með umræðunni á íslandi í dag, úr fjarlægð. Fólk virðist fara algjörlega úr samandi öðruhvoru útaf skrýtnustu  málum, sem dæmi þetta klámþingsmál, er það kanski framtíðin á íslandi að allir sem koma til landsins geri grein fyrir sinnu atvinnu, áhugamálum og allri fortíð, til að hægt sé að taka afstöðu til þess hvort honum sé yfirhöfuð hleypandi inní landið, farið að minna nokkuð á albaníu hér áður fyrr.

Enn hvernig má annað vera, getur maður kanski sagt, þegar alþingi gengur á undan og málefna umræðan þar, er að verða nokkuð furðuleg finns mér. Mest eru menn uppteknir af alskonar dægurmálum, svo sem klámi, feminisma, og öðrum ónauðsynlegum hlutum. Allir keppast um að reyna að sanfæra þjóðina um að þeir hafi alla tíð verið forhertir feministar og eigi þá ósk heitasta að konur stjórni öllu sem þær vilja.

En að stjórnmálamenn skrifi greinar um hverju þeir hyggist beita sér fyrir verði þeir kostnir aftur á þing, eða að flokkar komi með nákvæmar hugmindir um einstaka málaflokka, það sést ekki mikið um það. 

Hvernig fiskveiðistjórun vilja frjálslyndir og samfylking? það sé maður ekki mikið um, bara að þeir séu á móti gildandi kerfi. Hvað ætla vinstri grænir að gera í atvinnuuppbyggingu, það kemur ekkert um það, bara þeir eru á móti því sem gert er í dag. Hvað á að gera til að losa fólk úr gíslingu bankanna, og reyna  að afnema ferðtryggingu á lán, enginn vill ræða það.

Er kanski næsta mál sem rætt verður að koma á kostningakerfi innan þingsinns það sem menn geta eftir hvern vetur, kosið vinsælusta feministan, (helst karl) mest umhverfisvæna þingmanninn, besta ræðumanninn og svo framvegis.

Allavegana finnst manni þetta svona úr fjarlægð.


Spilað á kvótann

Nú ætla "frjálslyndir" að reyna að flýja frá landsfundar og innflytjandaumræðunni, með því að fara inná gamalt kostningamál sem þeir telja líklegt til vinsælda.

Allir vita jú að kvótakerfið er komið til að vera áfram og engar líkur á að þetta kerfi verði afnumið, enda hvernig ætti að skipta aflaheimildunum upp, yrði kerfið lagt niður, væri eðlilegt að deila niður kvótanum á bygðarlöginn, og þar með kanski koma veiðiheimildunum aftur á hendur þeirra sem áður seldu þær frá sér? Held að fáir hafi verið neyddir til að selja sinn kvóta, heldur hafi þetta verið þeirra val.

Ekki skil ég heldur hvernig Guðjón getur verið að gagnrýna "kvótaeigendur" get ekki séð að þeir hafi gert nett rangt, þeir hafa bara spilað rétt úr sínum spilum í kerfi sem stjórnmálamenn, eins og Guðjón, hafa komið á laggirnar, gagnrýninni er ekki beint á réttan stað þegar henni er beint að mönnum sem hafa haft getu og hugmyndaflug til að vinna sér i hagin í þessu kerfi, gagnrýninni ætii frekar að beina að stjórnmálamönnunum sem komu þessu kerfi á.


mbl.is Kvótagreifar sitja ekki á friðarstóli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Fyrsta bloggfærsla

Jæja þá er maður loksins búinn að skrá sig í bloggheiminn, en svo er eftir að sjá hvað maður verður virkur hér


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband