Þjófnaður hjá Smáís og Stef

Er ekki á sama hátt, Smáís og Stef sek um stórfeld " hlutdeildarbrot " þegar þau fá greiddan skatt af öllum seldum cd diskum á íslandi, hvort sem diskurinn er til afritunar á höfunadarvörðu efni, eða þá geymslu á einkaefni til einkanota, t.d ljósmyndum og öryggisafritum af tölvum.

Eiga kanski ljósmyndarar kröfu á Stef vegna höfundarrétts sinna ljósmynda, þeir greiða jú gjald til stef þegar þeir kaupa cd disk til að varðveita ljósmyndirnar.


mbl.is Lögbannskrafa tekin til greina og Torrent vefnum lokað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þeir sem nota cdr diska í sinni atvinnustarfsemi þurfa ekki að greiða þennan skatt. Sami skattur hefur verið til staðar allt frá því að snældurnar og vhs spólur komu á markað.

Þórður (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:10

2 identicon

Er ekki bara málið að sniðganga kaup á íslensku efni til þess að mótmæla þessu uppátæki hjá Smáís og Stef?

Nocturne (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:18

3 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Þórður, það er fullt af áhugaljósmyndurum sen þurfa að borga þennan skatt.

Anton Þór Harðarson, 19.11.2007 kl. 16:46

4 identicon

Ef maður nennir að standa í því getur maður mætt með kvittanirnar sínar og diskana (sem maður er með löglegt efni á) til Smáís (eða hver það er nú sem sér um þetta) og fengið skattinn endurgreiddan.

Bragi Þór Valsson (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 16:57

5 identicon

Ef maður nennir?

Þú gerir þér grein fyrir því að 10 CD(700mb) diskar hér á íslandi kosta 1000 krónur á meðan 100 DVD(4700mb) diskar í danmörku kosta 1000 krónur.

Ef þú myndir kaupa þér 100 DVD á íslandi myndi það vera stór fjárhæð sem ég myndi þykja vænt um að fá til baka. Takk fyrir.

Vífill (IP-tala skráð) 19.11.2007 kl. 17:21

6 Smámynd: Anton Þór Harðarson

Bragi Þór, Þú meinar að þér finnist þetta í lagi, hvað með ef önnur fyrirtæki eða stofnanir færu að rukka inn " mögulega" notkun og síðan yrði fólk að koma og sanna að það hafi ekki notað umrædda þjónustu eða vöru, finnst þér það líka í lagi?

Ætti ekki sönnunarskyldan að vera á hinn vegin, vitanlega ætti Smáís að sanna að þú sért að nýta þeirra vöru áður en þeir rukka þig.

Anton Þór Harðarson, 19.11.2007 kl. 17:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband