Mér finnst nú menn verði að fara varlega í að alhæfa um hjólafólk, þótt einhverjir einstaklingar keyri alltof hratt, eru flesstir held ég nokkuð ábyrgir í sínum akstri. Maður á kanski ekki að elta ólar við svona bull eins og Stefán kemur með, "Það er hreinlega ekki þorandi orðið út á þjóðvegina fyrir þessum mótorhjólafíflum sem svína allsstaðar fyrir mann." nú hef ég reynslu af hjólaakstri í einum 10 löndum, og ég verð því miður að segja að ísland ber af, hvað varðar frekju og svíningar bílstjóra gagnvart hjólum í umferðinni, það er eins og stór hluti íslenskra ökumanna líti á bifhjól sem réttlausan aðskotahlut í umferðinni. Það kanski gæti átt einhvern þátt í virðingarleysi sumra hjólamanna gagnvart lögunum, að það er svo oft búið að brjóta á þeirra rétti.
Svo er kanski stærsta vandamálið, hvernig er hægt að taka á svona ökuníðingum. Hér þar sem ég bý, mætti ég reikna með að lágmarki 100.000 króna sekt ökuleyfissviptingu í 3 ár og yrði að taka öll próf aftur, auk þess að sitja 3 mán í fangelsi. Kanski eru bara refsingar við umferðalagabrotum of lágar á íslandi
Hópur bifhjólamanna mældur á 174 km hraða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Bloggar | 13.6.2007 | 15:36 (breytt kl. 15:38) | Facebook
Tenglar
netslóðir
ýmsar leiðir
Bloggvinir
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú segir að líklega séu refsingar við umferðarlagabrotum á Íslandi of lágar. Í vikunnu varð alvarlegt bifhjólaslys í Reykjavík og margir bifhjólamenn kenna of háum sektum við umferðarlagabrot um slysið. Bifhjólamennirnir voru mældir á ofsahraða og í stað þess að stoppa þá reyna þeir að stinga lögregluna af svo þeir þurfa ekki að borga þessar háu sektir. Bifhjólamenn sem ég hef talað við segja að ef sektin væri töluvert lægri þá hefðu þeir stoppað. Þannig að það er lögreglunni og löggjafanum að kenna að slysið varð.
Ég kaupi ekki þessi rök bifhjólamanna, en þetta segir ýmislegt um þann hugsanahátt sem er hjá sumum bifhjólamönnum og virðingu þeirra við lögum landsins.
Mummi Guð, 13.6.2007 kl. 16:46
Sæll Mummi, kanski þessir menn vilji líka fá verðlaun, verði þeir svo góðir að stoppa, kanski þá helst sleikjó eins og litlu börnin, allavegana virðist þroskinn vera á því stigi.
Mér finnst að náist menn eftir að hafa hunsað stöðvunarmerki lögreglu, þá einfaldlega missi menn ökuréttindin ævilangt, án möguleika á náðun. Þá kanski fara menn að hugsa sig um og velja frekar sektina við að verða stoppaðir.
Anton Þór Harðarson, 13.6.2007 kl. 18:22
Ég er sjálfur hjólamaður og ég gett lofað þér því að ég reyni frekar að stinga af en að borga meira til SÁMS frænda!!!! en það er mitt val. Næst þegar ökumaður bifreiðar svínar viljandi fyrir mig þá MUN ég stúta rúðuni hjá viðkomandi og leggja hann/hana í álíka hættu og viðkomandi!
Mikki (IP-tala skráð) 13.6.2007 kl. 23:24
Þeir sem aka ökutækjum í umferð verða að gera ráð fyrir að aðrir ökumenn geri mistök. Þess vegna eru almennu varúðarreglurnar í umferðarlögunum. Maður má því aldrei aka hraðar en svo að maður geti stöðvað örugglega þótt eitthvað óvænt komi upp.
"Mikki" gefur okkur fágæta innsýn inn í hugarheim fámenns hóps manna. Þetta eru menn sem ekki axla ábyrgð á gerðum sínum og skeyta engu um samferðafólk sitt. Sem betur fer ekki margir svona til. "Mikki" ætti ekki að aka mótorhjóli því að hann hefur greinilega hvorki þroska né taugar til þess. "Mikki", ef þú ert svona lífhræddur þá ættirðu að keyra hægar og alls ekki vera á mótorhjóli. Helst taka strætó. Þá greiðir þú líka minnst til hins opinbera.
Hreiðar Eiríksson, 15.6.2007 kl. 11:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.