Löngu kominn tími til.

Kanski það verði loksins að veruleika, að fólk á íslandi geti farið í eina verslun og keypt bæði mat og vín.

ÉG get ekki ímyndað mér að drykkja aukist við þetta, ekki hefur maður orðið var við í löndum þar sem fólk getur keypt vín af öllum styrkleikum, að fólk sé á almennu fylliríi. Hér í noregi er það að vísu bara bjór og þessháttar sem er selt í matvöruverslunum og ekki sér maður nokkur vandamál við það, starfsfólk verslana virðist fylgjast vel með að reglum sé fylgt, enda engin ástæða til að vantreysta frekar fólki sem starfar í matvöruverslunum, en í einokunarverslunum.

En vitanlega verður VG á móti, enda allt los á höftum og þróun í átt til frjálsræðis eitur í þeirra beinum.


mbl.is Allsherjarnefnd afgreiddi frumvarp um afnám einkasölu ríkisins á léttvíni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband