Ekki sigur fyrir lýðræðið

Ég er nú á þeirri skoðun, að þetta sé ekki dæmi um lýðræði, heldur dæmi um að stjórnmálamenn hafi ekki kjark til að taka á umdeildu máli og reyna að koma ábyrgðinni frá sér yfir á aðra. Til hvers að kjósa sér fulltrúa ef þeir fulltrúar hafa ekki kjark eða þor til að vinna vinnuna sína og taka ákvarðanir sem liggja fyrir.

 


mbl.is „Sigur fyrir lýðræðið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gylfi Björgvinsson

Ég  vil  sjá  að farið  verði  eftir  niðurstöðum  þessara kosninga  hver sem  hún  verður það  finnst mér  vera  lýðræðið í  þesssu máli

Gylfi Björgvinsson, 31.3.2007 kl. 21:17

2 identicon

Það er ekki lýðræði ef einhver einn stjórnmálamaður á að taka svona stóra áhvörðun fyrir okkur,auðvitað á að spyrja fólkið í landinu þegar svona stór mál koma upp.

álver:) (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 21:19

3 identicon

Held einmitt að það sé nauðsynlegt fyrir lýðræðið að losna við stjórnmálamennina og skila sköttunum aftur til borgaranna.Gera svo skipulag

til 25 ára, sem stenst, þ.e. sé ekki stöðugt ýtt til hliðar af skammtímastjórnmálamönnum sem eru alltaf að hugsa um að ná einhverju af

fólkinu og fyrirtækjunum.Síðan ef einhver vill stækka Hringbrautina , sem dæmi,þá er

það bara ekki hægt af skipulagsástæðum, nú eða það er hægt; Þá á að liggja fyrir hvað það kosti borgarana.Þannig kostaði færsla Hringbrautar um 300.000 kr á hvern borgara í Reykjavík .Síðan á bara að kjósa um það rafrænt og borgaranir vita þá hvað vitleysan kostar og greiða þá bara n.k

húsgjald.En sveitarfélög hefði engin gj-ld nema fyrir skólastarfi 

jonas.h.jonsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 21:21

4 identicon

Þín skoðun lýsir best nútíma sjálfstæðismönnum. Þeir eru í raun nútíma kommúnistar.
Þeir treysta engu nema leiðtoginn segi þeim hvað á að gera.
Það er aldrei hægt að mótmæla því að raunverulegt lýðræði felst í því að fólkið hefur valið.
Mér finnst þetta frábært lýðræðislegt framtak hjá Hafnarfjarðarbæ.

Gaflari (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 21:46

5 Smámynd: Ágúst Dalkvist

Sum mál eru einfaldlega alltof viðamikil til að almenningur geti gefið sér tíma til að kynna sér þau til hlýtar, þetta álvers mál er eitt af þeim.

Þess vegna m.a. kjósum við fólk á alþingi og í sveitar- og bæjarstjórnir. Þar erum við komin með fólk sem hefur það að atvinnu sinni að kynna sér þessi flóknu mál niður í kjölinn og taka upplýsta ákvörðun upp úr því. Hvað þetta varðar brást hin annars góða bæjarstjórn í Hafnarfirði.

Ágúst Dalkvist, 1.4.2007 kl. 12:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband