stjórnmálin séð að utan

Það er nokkuð skrýtið að fylgjast með stjórnmálaumræðunni á íslandi núna, þegar maður horfir á þetta,svona úr fjarlægð, þá held ég að maður sjái þetta í nokkuð öðru ljósi en þeir sem eru á landinu.Þegar maður les og sér það sem kemur frá stjórnarandstöðunni, þá mætti halda að allt væri í vitleysu, fólk hefði varla efni á áð kaupa sér mat eða aðrar nauðsynjar, heilsugæsla og önnur opinber þjónusta í lágmarki og það litla sem er, ekki nothæft vegna óstjórnar.Stjórnarflokkarnir aftur segja vitanlega að allt sé á góðu róli og eina vitið sé að halda áfram á sömu braut og þeir hafa fylgt.Svo þegar maður hringir til landsins og talar við fólk, þá fær maður þá  mynd að stjórnarflokkarnir séu að gera eitthvað rétt,. flestir virðast bara hafa það alveg bærilegt, enda sýna tölur yfir innflutning að neysla hefur stóraukist.Mér sýnist allavegana að lífsstandard fólks sé hærri en  þegar ég flutti út. 

Hér undir set ég smá kommet á flokkana, eins og ég sé þá, sú sýn er eingöngu fundin með að lesa fréttir á netinu og sjá fréttir og  fréttaskýringaþætti sem eru í boði á netinu. 

Framsóknarflokkur: Flokkur sem virðist vera komin langt frá sinni gömlu grasrót,sem hreinn bændaflokkur,  flokkurinn kemur mér fyrir sjónir sem tvískiptur, annarsvegar hagsmunabandalag viðskiptamanna, sem  sjá hann sem verkfæri til áhrifa og hafa nýtt sér hann til að komast yfir ríkisfyrirtæki við einkavæðinguna ( kanski líkt og og skeði í gamla sovét þegar þjóðnýtingin var aflögð og flokksgæðingarnir tóku yfir feitustu bitana) og svo hinsvegar leifar af gamla bændaflokknum, sem kanski eru í alltof miklum mæli að verða undir í stríðinu um hvert flokkurinn ætlar að stefna. 

Frjálslyndi flokkurinn: Jú vissulega klofningur frá sjálfstæðisflokknum, fann sér kvótamálið til að byggja tilveru sína á, en nú þegar þeir sáu að það myndi ekki duga þeim eitt og sér, lentu þeir í vandræðum, það virðist að í dag sé flokkurinn að reyna að líkjast norska frp, kanski mest fyrir áhrif frá varaformanninum, sem jú er mentaður hér í noregi. EN það er langur vegur frá að Magnús minni nokkuð á Hagen. Spurning hvort inntaka á nýju afli hafi átt að styrkja þetta sjónamið, hafi svo verið voru það mikil mistök, þetta hefði örugglega verið miklu sterkari flokkur með Margréti innanborð og Jón utanborðs. Já og formaðurinn, virðist vera nokkuð týndur þarna inni, á ekki von á að hann endist lengi við þessar aðstæður.  

Sjálfstæðisflokkurinn: Virðist hafa styrkts við formannsskiptin, mér sýnist það fara nokkuð í taugarnar á andstæðingum flokksins hve skiptin gengu vel og hvað Geir hefur mikið fylgi og traust. Annars er kanski helst að sjá að flokkurinn hafi færst heldur lengra í átt að miðjunni og ekki lengur alveg hreinn hægri flokkur, enda segist flokkurinn “vera flokkur allra stétta” og þannig flokkur hlýtur eiginlega að spanna nokkuð vítt svið. Úr fjarlægð sýnist flokkurinn vel skipulagður og heill, kemur fram sem ein heild og held ég að þar liggi einn af hans mestu styrkleikum, annars held ég að hans stærsti kostur sé, að hann heldur sinni stefnu þrátt fyrir að það kosti stundum vinsældir tímabundið, en um leið sýnist mér að þarna sé flokkur með ákveðna stefnu en ekki neina dægurstefnu sem breytist eftir því hvernig vindar blása þann daginn.  

Vinstri Grænir: Aftur til fortíðar, kanski lýsir þeim best finnst mér það allavegana, engu má breyta, nýjungar eru stórhættulegar þar til annað sannast, en samt betra að vera á móti til öryggis, þótt nýjungarnar reynist góðar. Einnig finnst mér þau vantreysta fólkinu í landinu til að taka skynsamlegar ákvarðanir fyrir sjálft sig, þannig að þau vilja bara stýra öllu með höftum og bönnum. Þarna inni hafa einnig ultra feministar funnið sér skjól.  En stærsti kosturinn við þennan flokk er að hann er nokkuð samkvæmur sjálfum sér og þú veist hvar þú hefur hann, sem sé að vera á móti.

 Samfylking: Ekki fylkja þeir sér um formanninn, það er nokkuð ljóst. Held það sé nokkuð einsýnt, að fái flokkurinn minna fylgi en síðast, þá vera formannaskipti. Þessi tilraun til að búa til stóran og öflugan jafnaðarmannaflokk sé á leið með að mistakast, mér sýnist flokkurinn eiga í mestu erfiðleikum með að setja fram stefnu sem hugnast öllum fylkingunum þarna inni, t.d stóriðjan, hvar stendur flokkurinn gagnvart henni???? Í orði hveðnu segast þeir vilja stoppa við, en ég er ekki viss um að þingmenn frá NA kjördæmi eða frá suðurnesjum séu sammála. En svona heilt yfir þá finnst mér að flokkurinn sé engan veginn trúverðugur sem heild, en með marga góða einstaklinga  sem bara ekki ná að skapa heildstæðan stjórnmálaflokk. 

Íslandshreyfinginn: Held þetta sé eitt af þessum framboðum sem lifa einar kostningar, en hverfa svo, virðast eiga í mestu erfiðleikum með að fá fólk á listanna og einhvernveginn hafa þau ekki náð að skapa umræðu um sín stefnumál, utan umhverfismála. Stærstu mistökin held ég sé Jakob Frímann, það er ákaflega ólíklegt að maður sem hefur skítfallið oftar en einu sinni í prófkjöri, komi til með að draga að fólk. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband