Njósnir?

Hefur þetta verið borið undir persónuvernd, ef ekki, væri ekki skynsamlegt að gera það áður en lengra er haldið í þessu máli, ég er ekki viss um að þetta fengi jákvæða umsögn hjá persónuvernd, þar sem að þetta er ekkert nema persónunjósnir.

Hvað á svo að verða næsta skref, lögreglan fær aðgang að kerfinu, verði mönnum á að fara eittverja stund yfir hámarkshraða einhversstaðar, kemur þá gíróseðill í póstinum, síðan koma tryggingafélögin og vilja fá aðgang, svo þau þurfi ekki að greiða út tjón hafi sá sem lendir í óhappi brotið einhverjar umferðareglur................

Nei held að svona kerfi verði bara til vandræða og fáist þetta í gegn, hverju má búast við næst?

Eina form af svona eftirliti gæti verið að nota kerfi þar sem sendirinn er gangsettur handvirkt, og kanski automatiskt með loftpúðanum í bílnum, en ekkert ferilvöktunarkerfi takk.


mbl.is Allir bílar undir gervihnattaeftirliti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er hjartanlega sammála Antoni. Ég sjálfur vill ekki sjá þetta í mínum bíl. Það er mjög slæmt að þetta gangi í gegn. Að kalla þetta einhverju fallegu nafni eins og e-Call er alveg hreinnt fáranlegt, þetta er bara enn ein leiðin til þess að fylgjast með því hvað við erum að gera. Þið sjáið t.d. kortin ykkar, þar er hægt að rekja hvar þið verslið yfir daginn. Tölvan ykkar, það er hægt að sjá allt sem þið erum að skoða á netinu alveg sama hversu marga eldveggi þið eruð með alveg sama hversu mörg forrit þið notið þá er það alltaf hægt. Ég er klárlega á móti þessu!!

Brynjar (IP-tala skráð) 14.11.2007 kl. 10:08

2 Smámynd: Birnuson

Reynið bara að stöðva mig!

Stóribróðir 

Birnuson, 14.11.2007 kl. 11:07

3 Smámynd: Sigurður M Grétarsson

Þeir, sem tala um njósnir í þessu sambætti gera sér væntanelga ekki grein fyrir því að nú þegar geta farsímafyrirtæki rekið ferðir farsíma ykkar. Lögregla kemst hins vegar ekki í þau gögn nema að undangengnum dómsúrskurði. Slík gögn hafa nýst til að upplýsa morðmál.

Er eitthvað verra að lörgegla geti að undangengnum dómsúrskurði fengið að vita hvert bíllinn ykkar fór? Ég skil þessa frétt allavega þannig að þessar upplýsingar eigi að vara hjá Neyðarlínunni en ekki Lögreglunni.

Sigurður M Grétarsson, 14.11.2007 kl. 11:32

4 Smámynd: Ingi Björn Sigurðsson

Þetta verkefni byggist upp á því að um leið og loftpúði springur þá kemur kemst á talsamband við 112 ásamt nákvæmri staðsetningu á bílnum. Annar er tilgangurinn ekki, kerfið er sofandi þanngað til það er ræst um leið og loftbelgurinn fer.

Ingi Björn Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 13:00

5 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Það er hægt að selja fólki öryggið dýru verði. Fyrir þau ykkar sem ætlið að kaupa bendi ég á varúðarorð Benjamin Franklin, einn af stofnendum Bandaríkjanna: "Fólk sem skiptir frelsi sínu fyrir tímabundið öryggi á hvorugt skilið og mun glata hvoru tveggja." 

Hvað er næst? Kannski verða sett staðsetningartæki í okkur. Þau eru þegar til og hafa verið samþykktir að Matvæla- og lyfjaeftirliti Bandaríkjanna. Sjá hér

Jón Þór Ólafsson, 14.11.2007 kl. 15:17

6 Smámynd: Kári Magnússon

Ég hef allt að óttast við þetta, ég hef nefninlega dálítið að fela..... ég hef rangar skoðanir í pólitík.

Kári Magnússon, 14.11.2007 kl. 16:10

7 Smámynd: Jón Bragi Sigurðsson

Ég gef lítið fyrir rök einsog þau að það sé hvort sem er hægt að vit ýmislegt gegnum gemsana og að bankar og skattstofan viti hvort sem er mikið um okkur.

Væri ekki nær að draga úr þeim njósnum sem til eru fyrir í stað þess að segja "æ þeir vita svo mikið hvort sem er"?

Bara neyðarkall og ekkert annað segja stuðningsmenn. Jú, smá upplýsingar um hraða ofl... Sumir hafa bent á að tryggingafélög geti haft hagsmuni af því að fá þessar upplýsingar til að verða enn duglegri að komast hjá greiðslum. Þvættingur segja sumir. En, þegar þetta verkefni er kannað nánar á þessari síðu Evrópusambandsins http://www.esafetysupport.org/en/welcome.htm kemur eitt og annað í ljós einsog t.d. þetta:

"The key players involved in the eCall process are members of four large “constituencies”:
• Automotive industry
• Mobile telecommunication industry
• Public emergency authorities and associated or cooperating service organisations
• Public social security organisations and private insurance companies"

Enn hafa bara 12 lönd í Evrópu skrifað undir þetta t.d. ekki Frakkland, Bretland eða Danmörk.

Jón Bragi Sigurðsson, 14.11.2007 kl. 18:33

8 Smámynd: Jón Þór Ólafsson

Mikið er hún Margrét yndisleg að minna okkur á þetta orð "Samsæriskenningar." Þetta er orð sem fólk hendir fram þegar það skortir rök og vill hræða aðra til að halda kjafti. Sjá nánar hér.

Þú lítur ekki út fyrir að hafa neitt glæpsamlegt að fela. En hvernig vitum við það nema að við fylgjumst með þér?

Hættan við allt þetta eftirlit er að þeir sem fylgjast með og yfirmenn þeirra misbeyta því alltaf. Hjá nágrönnum okkar Norðmönnum var leyniþjónustan staðin að því að njósna um stjórnarandstöðuna fyrir nokkrum árum.

Og ef þú heldur að eftirlit með borgurunum varði þig ekki ef þú hefur ekkert að fela þá vitna ég í heimildargrein sem ég vann upp úr Skýrslu Bandaríska Þingsins á 15 ára njósna starfsemi F.B.I. á Bandarískum borgurum:

Í þeim kemur fram að í trássi við lög og stjórnarskrá[2] „hefðu verið framkvæmdar leynilegar aðgerðir, [að frumkvæði yfirmanna Alríkislögreglunnar[3] og með vitund dómsmálaráðherra og annarra aðstoðarmanna Bandaríkjaforseta[4],] í þeim tilgangi að trufla og gera tortryggilega löglega stjórnmálastarfsemi bandarískra einstaklinga og hópa, og notað til þess hættulegar og niðurlægjandi aðgerðir […]“[5]

Hópar sem voru undir eftirliti og var unnið gegn voru allt frá Borgararéttindahreyfing Martin Luther Kings til Mæðrafélags Michigan fyrir Velferðarmálum.

Hérna er heimildargreinin í fullri lengd.

Jón Þór Ólafsson, 15.11.2007 kl. 12:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband